Borgin fær milljónastyrk til að rannsaka popúlisma Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2019 16:14 Frá mótmælunum fyrir utan Hótel Borg á gamlársdag 2008. Búsáhaldabyltingin er talin bera sum einkenni populísma. Fréttablaðið/Anton Brink Reykjavíkurborg er meðal þeirra sem hlutu rúmlega 400 milljón króna styrk á dögunum til rannsóknar á popúlisma og hverng hægt sé að sporna við honum. Fjármunirnir koma úr rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, og er til þriggja ára. Í útskýringu borgarinnar segir að styrkurinn sé veittur til verkefnisins Populism and Civic Engagement (PaCE), „sem miðar að því að greina tegundir og forsendur populisma og hvernig bæta megi gæði og framkvæmd lýðræðis til að sporna við uppgangi populisma í Evrópu.“ Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker, sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar, munu leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Auk þess segir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör í febrúar og sé samstarfsverkefni níu evrópskra stofnana og fyrirtækja; Manchester Metropolitan University, Technische Universitat Dresden, Paris Lodron Universtitat Salzburg, Centre for Liberal Strategies Foundation í Búlgaríu, Trilateral Research á Írlandi, Íbúar ses og The Democratic Society í Brussel.Búsáhaldabyltingin popúlísk afurð Nánar upplýsingar um verkefnið, eins og þær eru kynntar af Reykjavíkurborg, má sjá hér að neðan:Um alla Evrópu hafa sprottið upp pólitískar hreyfingar sem gagnrýna frjálslynt lýðræði og fjölmenningu og mála svarta mynd af slíkri samfélagsgerð og kalla hana gæluverkefni forréttindahópa sem gangi ekki raunverulegra hagsmuna almennra borgara Slíkar hreyfingar eru af ýmsum toga og sumar þeirra endurspegla lögmætar áhyggjur almennings af auknum ójöfnuði og áskorunum sem tengjast innflytjendamálum. Aðrar hreyfingar eru skaðlegri og ala á tortryggni að því er virðist með það eitt að markmiði að sundra einingu og samkennd samfélaga. Áhrifa þessa gætir í Bretlandi og í Bandaríkjunum en einnig í Tyrklandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar.Á Íslandi varð til fjöldahreyfing (búsáhaldabyltingin) sem bar sum einkenni populisma en sem Íslendingar virkjuðu sem verkfæri til stjórnarskipta í átt að meiri frjálsræði, betra lýðræði, breytingum á stjórnarskrá og væntum ábyrgðum stjórnmálastéttar.PaCE verkefnið miðar að því að sporna gegn neikvæðum birtingarmyndum og áhrifum populisma, byggja á því sem læra má af jákvæðum dæmum og með því taka þátt í að byggja upp sterkari lýðræðislegan grundvöll fyrir borgara og stofnanir Evrópu. PaCE mun greina tegund, vöxt og afleiðingar evrópskra populistahreyfinga, bakgrunn þeirra, einkenni og samhengi og tengdar áskoranir við frjálslynt lýðræði í Evrópu. Þá mun PaCE þróa verkfæri og leiðir til að mæta áskorunum og gagnrýni á grundvelli samráðs, skilnings, rökræðu og gagnrýnnar hugsunar. Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Reykjavíkurborg er meðal þeirra sem hlutu rúmlega 400 milljón króna styrk á dögunum til rannsóknar á popúlisma og hverng hægt sé að sporna við honum. Fjármunirnir koma úr rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, og er til þriggja ára. Í útskýringu borgarinnar segir að styrkurinn sé veittur til verkefnisins Populism and Civic Engagement (PaCE), „sem miðar að því að greina tegundir og forsendur populisma og hvernig bæta megi gæði og framkvæmd lýðræðis til að sporna við uppgangi populisma í Evrópu.“ Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker, sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar, munu leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Auk þess segir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör í febrúar og sé samstarfsverkefni níu evrópskra stofnana og fyrirtækja; Manchester Metropolitan University, Technische Universitat Dresden, Paris Lodron Universtitat Salzburg, Centre for Liberal Strategies Foundation í Búlgaríu, Trilateral Research á Írlandi, Íbúar ses og The Democratic Society í Brussel.Búsáhaldabyltingin popúlísk afurð Nánar upplýsingar um verkefnið, eins og þær eru kynntar af Reykjavíkurborg, má sjá hér að neðan:Um alla Evrópu hafa sprottið upp pólitískar hreyfingar sem gagnrýna frjálslynt lýðræði og fjölmenningu og mála svarta mynd af slíkri samfélagsgerð og kalla hana gæluverkefni forréttindahópa sem gangi ekki raunverulegra hagsmuna almennra borgara Slíkar hreyfingar eru af ýmsum toga og sumar þeirra endurspegla lögmætar áhyggjur almennings af auknum ójöfnuði og áskorunum sem tengjast innflytjendamálum. Aðrar hreyfingar eru skaðlegri og ala á tortryggni að því er virðist með það eitt að markmiði að sundra einingu og samkennd samfélaga. Áhrifa þessa gætir í Bretlandi og í Bandaríkjunum en einnig í Tyrklandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar.Á Íslandi varð til fjöldahreyfing (búsáhaldabyltingin) sem bar sum einkenni populisma en sem Íslendingar virkjuðu sem verkfæri til stjórnarskipta í átt að meiri frjálsræði, betra lýðræði, breytingum á stjórnarskrá og væntum ábyrgðum stjórnmálastéttar.PaCE verkefnið miðar að því að sporna gegn neikvæðum birtingarmyndum og áhrifum populisma, byggja á því sem læra má af jákvæðum dæmum og með því taka þátt í að byggja upp sterkari lýðræðislegan grundvöll fyrir borgara og stofnanir Evrópu. PaCE mun greina tegund, vöxt og afleiðingar evrópskra populistahreyfinga, bakgrunn þeirra, einkenni og samhengi og tengdar áskoranir við frjálslynt lýðræði í Evrópu. Þá mun PaCE þróa verkfæri og leiðir til að mæta áskorunum og gagnrýni á grundvelli samráðs, skilnings, rökræðu og gagnrýnnar hugsunar. Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur.
Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent