Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2019 18:00 Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á Alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku. Forseti alþingis ávítti þingmann Flokks fólksins fyrir munnsöfnuð í ræðustól. Atkvæðagreiðslu var frestað þar til í næstu viku en þriðja umræða stendur nú yfir í þinginu. Margir þingmenn kvöddu sér hljóðs um frumvarp heilbrigðisráðherra en stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu einnig á pallana til að fylgjast með umræðunni. Nokkrir þingmenn, sem ýmist greiddu atkvæði gegn eða sátu hjá eftir aðra umræðu um frumvarpið í síðustu viku, fóru þess á leit við forseta að málinu yrði frestað. Forseti féllst ekki á ósk um að fresta þriðju og síðustu umræðu, en atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer þó ekki fram fyrr en í næstu viku. Nokkrum af andstæðingum frumvarpsins var verulega heitt í hamsi.Sjá einnig: Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem lagst hefur gegn frumvarpinu. „Forseti biður háttvirtan þingmann að gæta orða sinna og hafa ró í salnum og mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis. Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. 6. maí 2019 15:25 Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á 22. viku meðgöngu. 7. maí 2019 13:16 Leggja fram breytingartillögur við þungunarrofsfrumvarpið Páll vill stytta tímann í 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur. 7. maí 2019 14:31 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á Alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku. Forseti alþingis ávítti þingmann Flokks fólksins fyrir munnsöfnuð í ræðustól. Atkvæðagreiðslu var frestað þar til í næstu viku en þriðja umræða stendur nú yfir í þinginu. Margir þingmenn kvöddu sér hljóðs um frumvarp heilbrigðisráðherra en stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu einnig á pallana til að fylgjast með umræðunni. Nokkrir þingmenn, sem ýmist greiddu atkvæði gegn eða sátu hjá eftir aðra umræðu um frumvarpið í síðustu viku, fóru þess á leit við forseta að málinu yrði frestað. Forseti féllst ekki á ósk um að fresta þriðju og síðustu umræðu, en atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer þó ekki fram fyrr en í næstu viku. Nokkrum af andstæðingum frumvarpsins var verulega heitt í hamsi.Sjá einnig: Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem lagst hefur gegn frumvarpinu. „Forseti biður háttvirtan þingmann að gæta orða sinna og hafa ró í salnum og mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis.
Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. 6. maí 2019 15:25 Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á 22. viku meðgöngu. 7. maí 2019 13:16 Leggja fram breytingartillögur við þungunarrofsfrumvarpið Páll vill stytta tímann í 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur. 7. maí 2019 14:31 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. 6. maí 2019 15:25
Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á 22. viku meðgöngu. 7. maí 2019 13:16
Leggja fram breytingartillögur við þungunarrofsfrumvarpið Páll vill stytta tímann í 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur. 7. maí 2019 14:31
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07