Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga Ari Brynjólfsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Þriðji orkupakkinn er eitt stærsta málið á yfirstandandi þingi en svo virðist sem áhugi almennings á málinu sé lítill segir prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira