Erlent

Asia Bibi komin til Kanada

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Haldin voru setumótmæli til stuðnings Asiu Bibi í Róm á dögunum.
Haldin voru setumótmæli til stuðnings Asiu Bibi í Róm á dögunum. vísir/getty
Asia Bibi, kristin kona frá Pakistan sem hafði verið dæmd til dauða þar í landi fyrir guðlast er farin frá landinu og komin til Kanada þar sem hluti fjölskyldu hennar býr.

Dauðarefsingin yfir henni var afnumin af hæstarétti landsins í fyrra og leiddi það til óeirða víða um landið þar sem öfgamenn mótmæltu niðurstöðu hæstaréttar á meðan talsmenn aukins frjálslyndis kröfðust þess að henni yrði sleppt.

Asia Bibi hefur verið í felum ásamt fjölskyldu sinni en henni hafa borist fjölmargar morðhótanir. Hún hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og þvertekur fyrir að hafa framið guðlast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×