Rekinn eftir að hafa birt mynd af apa í tengslum við fæðingu Archie Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2019 12:27 Danny Baker. Getty Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019 Bretland Kóngafólk Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019
Bretland Kóngafólk Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira