Innlent

Geislinn gleymdist í gangi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynnt var um óvarlega notkun geislans en hann hafði gleymst í gangi.
Tilkynnt var um óvarlega notkun geislans en hann hafði gleymst í gangi. Vísir/vilhelm
Skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöldu barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um „óvarlega notkun“ leysigeisla (e. laser) í Hafnarfirði. Lögregla fór á vettvang og slökkti á geislanum sem gleymst hafði í gangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá fóru viðvörunarkerfi í gang á tveim stöðum í austurborginni í kringum miðnætti. Í dagbók lögreglu segir að eðlilegar skýringar hafi verið á gangsetningu kerfanna í báðum tilfellum.

Lögregla stöðvaði akstur eins ökumanns vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var laus að sýnatöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×