Reyndu að falsa frásagnir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 14:45 Pete Buttigieg. AP/Bebeto Matthews Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira