Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 15:25 Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ein af fjórum uppástungum til að sporna gegn hamfarahlýnun af mannavöldum sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, bar fram á Alþingi í dag lýtur að því að Þjóðarsjóður myndi sniðganga mengandi iðnað og gera hann þannig að grænum fjárfestingasjóði. Andrés Ingi hélt mikla eldræðu um loftslagsmál á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann hóf ræðu sína á umfjöllun um sænsku hugsjónastúlkuna Gretu Thunberg sem hefur á hverjum föstudegi í marga mánuði setið fyrir utan sænska þingið í svokölluðu „skólaverkfalli“ og mótmælt seinagangi stjórnvalda í loftslagsmálum. Hún hefur sakað ráðamenn heimsins um að ræna framtíð barna sinna fyrir framan nefið á þeim. Andrés segir að þegar Greta hafi vaknað til meðvitundar um umfang vandans hafi hún náð virkja heila kynslóð til aðgerða og fengið hana með sér í loftslagsverkfall hvern föstudag.Íslensk ungmenni hafa í marga mánuði efnt til loftslagsmótmæla á föstudögum á Austurvelli.Vilhelm„Þau fylla stræti og torg um allan heim hvern föstudag og mótmæla aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Unga fólkið er vaknað. Heimurinn er að vakna og við sem hér sitjum þurfum líka að vakna. Við eigum fjöldan allann af aðgerðaráætlunum. Þeim þarf að tryggja fjármagn og þær þarf að gera betri og metnaðarfyllri á hverjum degi,“ sagði Andrés. Andrés spurði þingheim hvort téðar aðgerðaráætlanir séu yfir höfuð nóg; hvort vandinn sé orðinn það knýjandi að lýsa þurfi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Áður en til þess komi sagði Andrés að nærtækt væri að líta í kringum sig og finna dæmi um breytingar sem hægt sé að hrinda í framkvæmd því sem næst tafarlaust. „Hvernig væri að klára frumvarp mitt um að leggja til hliðar allar hugmyndir um olíuvinnslu á vegum Íslands? Þannig sýnum við svo ekki verði um villst að sá iðnaður sé arfur fortíðar,“ sagði Andrés. Hann stakk auk þess upp á því að þingmenn myndu neita að taka á móti samgönguáætlun í haust nema að hún boðaði alvöru byltingu í sjálfbærum samgöngum. Andrés lauk máli sínu á hugvekju um lækkun kosningaaldurs. „Og loks gætum við litið á Gretu sjálfa sem brennur af þessari hugsjón 16 ára. Hversu miklu betra gæti samfélagið verið ef hún og jafnaldrar hennar hefðu ekki bara rödd til að vekja okkur heldur líka völdin til að láta okkur gjalda þess í kjörklefanum ef við vöknum ekki?“ Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Ein af fjórum uppástungum til að sporna gegn hamfarahlýnun af mannavöldum sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, bar fram á Alþingi í dag lýtur að því að Þjóðarsjóður myndi sniðganga mengandi iðnað og gera hann þannig að grænum fjárfestingasjóði. Andrés Ingi hélt mikla eldræðu um loftslagsmál á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann hóf ræðu sína á umfjöllun um sænsku hugsjónastúlkuna Gretu Thunberg sem hefur á hverjum föstudegi í marga mánuði setið fyrir utan sænska þingið í svokölluðu „skólaverkfalli“ og mótmælt seinagangi stjórnvalda í loftslagsmálum. Hún hefur sakað ráðamenn heimsins um að ræna framtíð barna sinna fyrir framan nefið á þeim. Andrés segir að þegar Greta hafi vaknað til meðvitundar um umfang vandans hafi hún náð virkja heila kynslóð til aðgerða og fengið hana með sér í loftslagsverkfall hvern föstudag.Íslensk ungmenni hafa í marga mánuði efnt til loftslagsmótmæla á föstudögum á Austurvelli.Vilhelm„Þau fylla stræti og torg um allan heim hvern föstudag og mótmæla aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Unga fólkið er vaknað. Heimurinn er að vakna og við sem hér sitjum þurfum líka að vakna. Við eigum fjöldan allann af aðgerðaráætlunum. Þeim þarf að tryggja fjármagn og þær þarf að gera betri og metnaðarfyllri á hverjum degi,“ sagði Andrés. Andrés spurði þingheim hvort téðar aðgerðaráætlanir séu yfir höfuð nóg; hvort vandinn sé orðinn það knýjandi að lýsa þurfi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Áður en til þess komi sagði Andrés að nærtækt væri að líta í kringum sig og finna dæmi um breytingar sem hægt sé að hrinda í framkvæmd því sem næst tafarlaust. „Hvernig væri að klára frumvarp mitt um að leggja til hliðar allar hugmyndir um olíuvinnslu á vegum Íslands? Þannig sýnum við svo ekki verði um villst að sá iðnaður sé arfur fortíðar,“ sagði Andrés. Hann stakk auk þess upp á því að þingmenn myndu neita að taka á móti samgönguáætlun í haust nema að hún boðaði alvöru byltingu í sjálfbærum samgöngum. Andrés lauk máli sínu á hugvekju um lækkun kosningaaldurs. „Og loks gætum við litið á Gretu sjálfa sem brennur af þessari hugsjón 16 ára. Hversu miklu betra gæti samfélagið verið ef hún og jafnaldrar hennar hefðu ekki bara rödd til að vekja okkur heldur líka völdin til að láta okkur gjalda þess í kjörklefanum ef við vöknum ekki?“
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03