Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira