Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2019 17:15 Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00