Þúsundir hlaða enn niður sjónvarpsefni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 08:00 Jon Snow hefur aldrei hlaðið neinu niður. Enda ekki til í raun og veru. Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira