Innlent

Krían er komin

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Kría sást á Höfn í gær.
Kría sást á Höfn í gær. vísir

Sést hefur til kría á Óslandi á Höfn, en Þórir Snorrason sem búsettur er á svæðinu sá til tveggja kría fljúga yfir svæðinu í gær.

Í samtali við vísi segist hann hafa verið að litast um eftir þeim fyrr um daginn, en hafi svo heyrt til þeirra þegar hann var á ferðinni.

Fyrir tveimur árum sá hann fyrstu kríurnar á sama degi, þann 20. apríl en aðspurður sagði hann farfuglanna koma fyrr með hverju árinu sem liði.

Kríugargið sagði hann benda til að fleiri fuglar væru á svæðinu, en þær væru þöglar flygju þær einar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.