Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aðal atriði það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira