Innlent

Eldur kom upp í sumarbústað

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir

Eldur kom upp í sumarbústað í Fitjahlíð í Skorradal um fimmleytið í dag. Slökkvilið Borgarbyggðar var sent á vettvang.

Eldurinn kviknaði út frá kamínu og læsti sig í þak bústaðarins. Ekki var um mikinn eld að ræða.

Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra, gekk slökkvistarf vel og lítil hætta var á ferðum en fólk sem var í bústaðnum tilkynnti um eldinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.