Erlent

Sjö létu lífið í umsátri um afganskt ráðuneyti

Andri Eysteinsson skrifar
Allir árásarmennirnir féllu í átökum við Lögreglu.
Allir árásarmennirnir féllu í átökum við Lögreglu. Getty/Anadolu Agency

Tólf létu lífið eftir umsátur árásarmanna um samskiptamálaráðuneyti Afganistan í Kabúl í dag, á meðal þeirra tólf sem létust voru árásarmennirnir fimm. Þrír lögreglumenn og fjórir almennir borgarar létust af völdum árásarmanna. CNN greinir frá.

Árásin á ráðuneytið hófst með sjálfsmorðsárás utan við bygginguna, skömmu eftir sprenginguna héldu fjórir árásarmenn rakleitt inn í ráðuneytið. Lögregluafli var rakleitt sendur á staðinn og hófust þá átök lögreglu og árásarmanna. Hundruð almennra borgara voru fluttir út úr byggingunni á meðan að átökin áttu sér stað.

Baráttan um ráðuneytið lauk eftir að lögregla hafði skotið alla árásarmennina, fimm klukkutímum eftir að umsátrið hófst. Átta slösuðust í átökunum auk þeirra sjö sem létust af völdum árásarmannanna.

Enginn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á árásinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.