Fótbolti

Jafnt í stórleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það fannst ekki sigurmark á San Siro í kvöld
Það fannst ekki sigurmark á San Siro í kvöld vísir/getty

Inter og Roma gerðu jafntefli í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Gestirnir í Roma byrjuðu leikinn betur og kom Stephan El Shaarawy þeim yfir eftir rétt um kortersleik. Þeir héldu þeirri forystu út hálfleikinn og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Ivan Perisic jafnaði hins vegar leikinn fyrir heimamenn á 61. mínútu.

Hvorugu liði tókst að næla sér í sigurmark og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Inter er í 3. sæti deildarinnar með 61 stig. Roma er í fimmta sætinu með 55 stig, stigi á eftir AC Milan í fjórða sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.