Erlent

Skógareldur á Norður-Írlandi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Tökum hefur verið náð á skógareldum sem geisuðu á Írlandi í nótt.
Tökum hefur verið náð á skógareldum sem geisuðu á Írlandi í nótt. Getty/STR
Slökkviliðsmenn á Írlandi hafa náð tökum á skógareldum sem brunnu í Mourne fjöllunum í Down héraði í Írlandi í nótt. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC.

Meira en fimmtíu slökkviliðsmenn voru kallaðir út til að takast á við eldinn, sem átti upptök sín í Donard skóginum í nótt og þar til í morgun. Tilkynning barst slökkviliði kl. 20:30 á staðartíma í gærkvöldi.

Hjólhýsagarður í nágrenninu var rýmdur en íbúar hans hafa fengið að snúa aftur.

Eddie Carroll, slökkviliðsstjóri liðsins, sagði í samtali við BBC að eldurinn hafi spannað um einn og hálfan km og hafi dreifst hratt niður hlíð fjallsins vegna vinds. Eldurinn hafi náð miklum hæðum vegna skógarins og hafi slökkviliðsmennirnir haft miklar áhyggjur vegna þess hve hratt eldurinn breiddist út.

Íbúar í bæ í nágrenninu voru einnig látnir yfirgefa heimili sín, en þeir voru allir fluttir í húsnæði í miðbæ bæjarins, en þar var um 200  manns safnað saman, flestir íbúar hjólhýsagarðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×