Fótbolti

Stoðsending frá Jóni Degi en tap hjá Vendsyssel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur fagnar marki með Vendsyssel fyrr á leiktíðinni.
Jón Dagur fagnar marki með Vendsyssel fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson var aftur kominn í byrjunarliðið hjá Vendsyssel sem tapaði gegn 3-2 gegn Hobro í mikilvægum fallbaráttuslag í danska boltanum.

Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska hjá Vendsyssel. Hobro komst yfir á 34. mínútu og fjórum mínútum síðar var staðan orðinn 2-0.


Ekki skánaði ástandið á níundu mínútu síðari hálfleiksins er Hobro komst í 3-0 en Dylan McGowan minnkaði muninn fyrir Vendsyssel á 70. mínútu.

Jón Dagur lagði upp mark fyrir Svíann Benjamin Kaellman á 73. mínútu en nær komst Vendsyssel ekki. Jóni var skipt af velli tíu mínútum síðar.







Í fallriðil tvö er Vendsyssel með 28 stig en Hobro með 26 stig. Ljóst er að bæði lið eru á leið í umspil um fall úr dönsku úrvalsdeildinni en ein umferðir er eftir af riðlinum áður en farið er í umspilsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×