Íbúar illa settir eftir brunann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 12:12 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu. Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu.
Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent