Fótbolti

Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í leik með Augsburg.
Alfreð í leik með Augsburg. vísir/getty

Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, hefur gengist undir aðgerð á kálfa og leikur því meira á leiktíðinni.

Augsburg greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni nú fyrr í dag en Alfreð hefur verið að glíma við erfið meiðsli í kálfa undanfarnar vikur og mánuði.

Hann spilar ekki meira með Augsburg í síðustu fjórum leikjunum í þýsku úrvalsdeildinni og er óvíst með þáttöku hans í landsleikjunum mikilvægu gegn Tyrkjum og Albaníu í byrjun júní.

Leikurinn gegn Tyrklandi fer fram 11. júní á Laugardalsvelli en þremur dögum áður kemur Albanía í heimsókn. Það eru því ekki miklar líkur á að helsti markaskorari Íslands verði klár í þá leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.