Erlent

Feðgar létust í sjóslysi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Viktoríu fylki í Ástralíu.
Viktoríu fylki í Ástralíu.

Feðgar létu lífið þegar þeir reyndu að bjarga manni sem hafði borist með sjóstraumnum að skerunum Twelve Apostles fyrir utan suðurströnd Ástralíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Bátnum, sem feðgarnir Ross Powel, 71 árs, og sonur hans Andrew, 32 ára, hvolfdi þegar þeir reyndu að teygja sig eftir manninum sem var strandaður á skerjunum.

Ferðamaðurinn sem strandaði var hífður upp í björgunarþyrlu ásamt öðrum manni sem hafði verið á bátnum með Powel feðgum.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, þakkaði feðgunum í ávarpi og sendi fjölskyldum þeirra og vinum samúðarkveðjur.

Mennirnir voru meðlimir félags í strandbænum Port Campbell, sem annaðist björgunaraðgerðir fyrir brimbrettafólk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.