Fótbolti

Alfreð missir af landsleikjunum mikilvægu í júní

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. vísir/getty

Alfreð Finnbogason verður ekki með í landsleikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í júní. Þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær.

Augsburg staðfesti það á Twitter síðu sinni að Alfreð hefði gengist undir aðgerð á kálfa og kæmi ekki meira við sögu hjá þýska liðinu á tímabilinu.

Framherjinn hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu, hann spilaði aðeins 18 af 30 deildarleikjum Augsburg til þessa og þá gat hann ekki verið með í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni í haust.

Leikirnir við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli í júní eru gríðarlega mikilvægir og verður Ísland að fá sex stig úr þeim ætli liðið sér að komast í lokakeppni þriðja stórmótsins í röð.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.