Erlent

Flokkur Nazar­ba­jev til­nefnir bráða­birgða­for­setann

Atli Ísleifsson skrifar
Kasym-Zjomart Tokajev var gerður að forseta Kasakstans til bráðabirgða í síðasta mánuði.
Kasym-Zjomart Tokajev var gerður að forseta Kasakstans til bráðabirgða í síðasta mánuði. EPA
Flokkur Nursultan Nazarbajev, fyrrverandi forseta Kasakstans, hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev, sem tók við embætti forseta til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Nazarbajev, sem næsti forseti landsins.Greint var frá því á blaðamannafundi í morgun að flokkurinn, Nur Otan, hafi tilnefnt Tokajev að beiðni Nazarbajev.Hinn 78 ára Nazarbajev sagði óvænt af sér embætti forseta í mars síðastliðinn eftir að hafa stýrt landinu í nærri þrjá áratugi. Hann gegnir þó áfram embætti formanns Nur Otan.Tokajev, sem í krafti stöðu sinnar sem forseti öldungadeildar þingsins, var gerður að forseta til bráðabirgða eftir afsögn Nazarbajev. Dóttir Nazarbajev, Dariga Nazarbajeva, var þá skipuð nýr forseti þingsins.Forsetakosningar fara fram í Kasakstan þann 9. júní og bendir nú allt til að Tokajev verði næsti forseti landsins, en Nur Otan er stærsti flokkur landsins.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.