Fyrsta sinn í sjö ár sem Real Madrid vinnur ekki Getafe

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Soria, markvörður Getafe, stóð í ströngu í kvöld.
David Soria, markvörður Getafe, stóð í ströngu í kvöld. vísir/getty

Getafe og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem Real Madrid mistekst að vinna Getafe.

Stigið gerði meira fyrir Getafe sem komst aftur upp í 4. sæti deildarinnar. Sevilla var nokkra klukkutíma í 4. sætinu eftir stórsigur á Rayo Vallecano, 5-0, fyrr í dag.

Real Madrid var meira með boltann í leiknum í kvöld en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Getafe sem hefur aðeins fengið 29 mörk á sig í deildinni.

Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar og allar líkur eru á því að liðið endi þar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.