Íslenski boltinn

Blikar rúlluðu yfir Þór/KA og eru handhafar allra titlanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Blikarnir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. vísir/daníel

Breiðablik vann sinn annan titil í vetur er þær stóðu uppi sem sigurvegarar í meistarakeppni kvenna. Þær rúlluðu yfir Þór/KA, 5-0.

Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 63. mínútu en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Blikum þá yfir. Hún tvöfaldaði svo forystuna tveimur mínútum síðar.

Á 68. mínútu kom þriðja mark Blika á fimm mínútum en þá skoraði Hildur Antonsdóttir. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fjórða markið á 77. mínútu og hún bætti svo við einu áður en yfir lauk.

Lokatölur 5-0 sigur Íslands- og bikarmeistaranna sem eru nú handhafar allra bikara. Þær unnu nefnilega Lengjubikarinn á dögunum.

Fyrsti leikurinn í Pepsi Max-deild kvenna fer 2. maí. Breiðablik spilar þá við ÍBV en daginn eftir fer Þór/KA í heimsókn til Vals.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.