Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2019 20:00 Fjölskyldan segir hjólið mikilvægt hjálpartæki, enda sé það partur í að auka við þroska Sunnu. Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira