Erlent

Annar fellibylur hrellir Mósambík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kenneth hefur þegar valdið þremur dauðsföllum á Kómoreyjum.
Kenneth hefur þegar valdið þremur dauðsföllum á Kómoreyjum. Vísir/Getty

Fellibylurinn Kenneth hefur gengið á land í Mósambík, sem enn er í sárum eftir að öflugur fellibylur reið yfir landið í mars síðastliðnum.

Kenneth hefur þegar orðið þremur að bana á Kómoreyjum og nemur vindhraðinn um 220 kílómetrum á klukkustund. Stjórnvöld í Mósambík segja að búið sé að flytja um 30 þúsund manns burt af þeim svæðum sem talið er að muni verða verst úti.

Ekki er nema mánuður síðan að fellibylurinn Idai gekk yfir suðausturströnd Afríku, með þeim afleiðingum að um 900 manns létu lífið í Mósambík, Malaví og Simbabve. Talið er að um 3 milljónir manna muni þurfa að reiða sig á mannúðaraðstoð vegna hamfaranna.

Kenneth gekk á land í Mósambík í gærkvöldi en að sögn veðursérfærðinga breska ríkisútvarpsins er einsdæmi að fellibylur gangi á land svo norðarlega í Afríku. Búist er við því að það dragi úr styrk Kenneth eftir því sem hann ferðast lengra inn til landsins.

Talið er að alls kunni um 680 þúsund manns að vera í hættu vegna Kenneths. Búið er að loka skólum og fella niður flug í dag vegna þessa.


Tengdar fréttir

Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.