Erlent

Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl.
Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl. Getty/Leon Neal
Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun sem framkvæmd var af Opinium fyrir Observer.

55 prósent Breta sögðust telja að það hafi verið betra að að sleppa því að halda atkvæðagreiðsluna í ljósi þess hversu erfitt hefur reynst að landa samkomulagi við Evrópusambandið um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB.

Athygli vekur að fleiri kjósendur Íhaldsflokksins, 49 prósent, telja atkvæðagreiðsluna hafa verið slæma hugmynd en þeir sem telja hana hafa verið það rétta í stöðunnni, 43 prósent.

Töluvert fleiri kjósendur Verkamannaflokksins telja atkvæðagreiðsluna hafa verið slæma hugmynd, 72 prósent, á meðan aðeins 18 prósent kjósenda eru á öndverðum meiði.

Stuðningur við Íhaldsflokkinn fer minnkanndi og lækkar um þrjú prósentustig á milli kannanna, það sama má segja um Verkamannaflokkinn sem þó nýtur 33 prósent fylgis miðað við skoðanakönnunina.

Þá var einnig spurt hvernig kjósendur myndi kjósa yrði haldin önnur atkvæðagreiðsla um Brexit. 46 prósent aðspurðra sögðust ætla að kjósa með því að Bretland yrði áfram í ESB, 34 prósent sögðust ætla að kjósa með útgöngu Bretlands.


Tengdar fréttir

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi

Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×