Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við áfram um morðið í Mehamn í Norður-Noregi en Íslendingarnir tveir sem handteknir voru vegna morðsins á þeim þriðja voru leiddir fyrir dómara nú síðdegis þar sem krafist var fjögurra og eins vikna gæsluvarðhalds.

Við segjum einnig frá því að Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað.

Vonast er eftir því að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Samgönguráðherra fundaði með pólsku skipasmíðastöðinni fyrir helgi í pólska sendiráðinu fyrir helgi.

Við segjum frá málþingi sem haldið var í dag þar sem staða barna sem misst hafa foreldri var rædd og kynnumst indverskri konu sem stefnir á að vera fyrsta konan til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél en hún undirbýr sig hér á landi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem eru á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×