Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 21:00 Aarohi Pandit er 23 ára atvinnuflugmaður sem hyggst fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn. Vísir/Egill 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira