Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 21:00 Aarohi Pandit er 23 ára atvinnuflugmaður sem hyggst fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn. Vísir/Egill 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira