Brassarnir spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 16:00 Neymar í hvíta búningnum. Mynd/Twitter/@CBF_Futebol Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu mun spila í sérstökum búningum í Suðurameríkukeppninni í sumar. Copa América fer fram í Brasilíu í sumar og stendur yfir frá 14. júní til 7. júlí. Keppnin verður í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. Þetta er 46. skiptið sem Copa América fer fram en Síle hefur unnið tvær síðustu keppnir sem fóru fram 2015 og 2016. Brasilíumenn unnu keppnina síðan árið 2007 en þeir voru þá að vinna hana í áttunda skiptið. Brassarnir ætla hins vegar í sumar að minnast fyrsta sigurs síns í Copa América keppninni árið 1919 með því að spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í keppninni í ár.Brazil’s Copa América kit for this summer The white throwback kit celebrates 100 years since they won their first ever Copa América pic.twitter.com/vK8MkJDiO0 — ESPN FC (@ESPNFC) April 10, 2019Neymar, Philippe Coutinho, Gabriel Jesus, Roberto Firmino, Thiago Silva og félagar í brasilíska landsliðinu munu spila í hvítum búningum í keppninni en þetta var svipaðir búningar og fyrstu meistararnir spiluðu í maímánuði 1919. Árið 1919 fór Copa América keppnin einmitt fram í Brasilíu og Brasilíumenn unnu hana á markatölu eftir að hafa skorað 11 mörk í 3 leikjum. Arthur Friedenreich og Neco voru markahæstu menn keppninnar með fjögur mörk hvor. Friedenreich er sagður hafa skorað 1329 mörk á ferlinum en þær tölur hafa aldrei fengið staðfestar. Neco var kannski þekktastur fyrir að hafa verið rekinn út vinnu sem trésmiður eftir að hann tóks sér frí til að keppa fyrir hönd Brasilíu í keppninni. Neco skoraði bæði mörkin í 2-2 jafnteflinu við Úrúgvæ sem færði Brasilíu Suðurameríkutitilinn í fyrsta sinn.As novidades não param! Tem camisa nova da #SeleçãoBrasileira sendo lançada hoje, durante o evento de posse no novo Presidente da CBF, Rogério Caboclo. Veja! #JogaBola Saiba mais >> https://t.co/Tlzh4oYOABpic.twitter.com/nmndEGrRXo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) April 9, 2019Brasilíumenn spiluðu reyndar í mjög svipuðum hvítum treyjum þegar þeir klúðruðu heimsmeistaratitlinum á heimavelli árið 1950. Úrúgvæ mætti þá á Maracana leikvanginn og vann 2-1 þegar Brössunum nægði jafntefli en leikurinn fékk seinna viðurnefnið Maracanazo. Í framhaldinu hættu Brasilíumenn að spila í hvítu og tóku upp sína heimsþekkta gulu og grænu búninga. Þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 1958 og endurtóku síðan leikinn 1962, 1970, 1994 og 2002. Nú ætla þeir að storka örlögunum á ný og kannski færir það þeim fyrsta sigurinn í Copa América keppninni í tólf ár. Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu mun spila í sérstökum búningum í Suðurameríkukeppninni í sumar. Copa América fer fram í Brasilíu í sumar og stendur yfir frá 14. júní til 7. júlí. Keppnin verður í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. Þetta er 46. skiptið sem Copa América fer fram en Síle hefur unnið tvær síðustu keppnir sem fóru fram 2015 og 2016. Brasilíumenn unnu keppnina síðan árið 2007 en þeir voru þá að vinna hana í áttunda skiptið. Brassarnir ætla hins vegar í sumar að minnast fyrsta sigurs síns í Copa América keppninni árið 1919 með því að spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í keppninni í ár.Brazil’s Copa América kit for this summer The white throwback kit celebrates 100 years since they won their first ever Copa América pic.twitter.com/vK8MkJDiO0 — ESPN FC (@ESPNFC) April 10, 2019Neymar, Philippe Coutinho, Gabriel Jesus, Roberto Firmino, Thiago Silva og félagar í brasilíska landsliðinu munu spila í hvítum búningum í keppninni en þetta var svipaðir búningar og fyrstu meistararnir spiluðu í maímánuði 1919. Árið 1919 fór Copa América keppnin einmitt fram í Brasilíu og Brasilíumenn unnu hana á markatölu eftir að hafa skorað 11 mörk í 3 leikjum. Arthur Friedenreich og Neco voru markahæstu menn keppninnar með fjögur mörk hvor. Friedenreich er sagður hafa skorað 1329 mörk á ferlinum en þær tölur hafa aldrei fengið staðfestar. Neco var kannski þekktastur fyrir að hafa verið rekinn út vinnu sem trésmiður eftir að hann tóks sér frí til að keppa fyrir hönd Brasilíu í keppninni. Neco skoraði bæði mörkin í 2-2 jafnteflinu við Úrúgvæ sem færði Brasilíu Suðurameríkutitilinn í fyrsta sinn.As novidades não param! Tem camisa nova da #SeleçãoBrasileira sendo lançada hoje, durante o evento de posse no novo Presidente da CBF, Rogério Caboclo. Veja! #JogaBola Saiba mais >> https://t.co/Tlzh4oYOABpic.twitter.com/nmndEGrRXo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) April 9, 2019Brasilíumenn spiluðu reyndar í mjög svipuðum hvítum treyjum þegar þeir klúðruðu heimsmeistaratitlinum á heimavelli árið 1950. Úrúgvæ mætti þá á Maracana leikvanginn og vann 2-1 þegar Brössunum nægði jafntefli en leikurinn fékk seinna viðurnefnið Maracanazo. Í framhaldinu hættu Brasilíumenn að spila í hvítu og tóku upp sína heimsþekkta gulu og grænu búninga. Þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 1958 og endurtóku síðan leikinn 1962, 1970, 1994 og 2002. Nú ætla þeir að storka örlögunum á ný og kannski færir það þeim fyrsta sigurinn í Copa América keppninni í tólf ár.
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira