Fótbolti

Emil byrjaður að æfa á ný eftir hnéaðgerð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil í leik með Udinese gegn Napoli á sínum tíma.
Emil í leik með Udinese gegn Napoli á sínum tíma. vísir/getty
Emil Hallfreðsson er byrjaður að æfa með Udinese eftir langvarandi meiðsli en þessu greindi heimasíða félagsins frá í gær.

Emil gekkst undir aðgerð á hné í desember en þá var hann leikmaður Frosinone. Hann rifti svo samningi sínum við nýliðana um miðjan janúar og samdi við Udinese í lok febrúar.



 
 
 
View this post on Instagram
Guess who's back?! Il nostro @emilhallfreds oggi è tornato in allenamento con tutta la squadra!

A post shared by Udinese Calcio (@udinesecalcio) on Apr 10, 2019 at 10:15am PDT



Emil hafði áður leikið með Udinese en hann lék þar tímabilin 2016 til 2018 áður en hann gekk í raðir Frosinone. Hann er því mættur aftur á sinn gamla heimavöll og byrjaður að æfa.

Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið en vonir standa til að Emil verði klár í slaginn fyrir leikina í undankeppni EM 2020 í sumar.

Ísland mætir Tyrklandi og Albaníu í sumar og verða helst að fá sex stig út úr þeim leikjum ætli þeir sér að eiga möguleika á því að komast upp úr sterkum A-riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×