Innlent

Þingvallavegi verður lokað fram á haust

Andri Eysteinsson skrifar
Á myndinni má sjá Þingvallaveg rauðan og hjáleiðina um Vallaveg græna.
Á myndinni má sjá Þingvallaveg rauðan og hjáleiðina um Vallaveg græna. Mynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Seinni hluti framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi hefjast 24. apríl næstkomandi. Veginum, frá þjónustumiðstöðinni á Leirum og að vegamótum við Vallaveg, verður því lokað fyrir alla umferð frá og með miðvikudeginum 24. apríl 2019.

Í tilkynningu á vef Þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að búast megi við því að vegurinn verði lokaður fram á haust. Aðgengi að miðstöðinni verður haldið opinni. En hægt verður að aka Vallaveg á meðan að á framkvæmdum stendur.

Áður en að Þingvallavegi verður lokað verður vinna hafin við lagfæringu á Vallavegi eins og hægt er. Bent er þó á að vegurinn er mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×