Búin að komast yfir vonbrigðin Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. apríl 2019 11:00 Hin 23 ára gamla Glódís hefur þegar leikið 75 leiki og mun gera atlögu að leikjameti kvennalandsliðsins með þessu áframhaldi. Getty/Eric Verhoeven Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira