Erlent

Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fréttaljósmynd ársins 2018.
Fréttaljósmynd ársins 2018. vísir/getty
Fréttaljósmynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þær eru frá Hondúras en myndina tók ljósmyndarinn John Moore í júní í fyrra.

Á vef World Press Photo segir frá tilurð myndarinnar. Mæðgurnar höfðu ferðast í mánuð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó áður en þær komust til Bandaríkjanna þar sem þær ætluðu að sækja um hæli.

Sjá einnig: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlki við landamærin

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði nokkru áður innleitt það sem kallað var „zero tolerance“-stefna í innflytjendamálum.

Í henni fólst að sækja átti þá til saka sem komu ólöglega til Bandaríkjanna og var stefnunni framfylgt á þann hátt að foreldrar og börn voru aðskilin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Foreldrarnir voru handteknir og settir í varðhald á einum stað og börnunum komið fyrir á öðrum, oft við ómannúðlegar aðstæður eins og fjölmiðlar fjölluðu um.

Þær Yanela og Sandra voru ekki aðskildar á landamærunum en mynd Moore vakti engu að síður gríðarlega athygli. Stefna Trump var harðlega gagnrýnd víða um heim sem og heima fyrir en um viku eftir að mynd Moore birtist breytti forsetinn stefnu yfirvalda í innflytjendamálum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.