Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. apríl 2019 12:57 Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36