Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. apríl 2019 12:57 Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36