Juventus mistókst að tryggja sér titilinn

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Juventus mistókst að tryggja sér áttunda titilinn í röð þegar liðið tapaði 2-1 fyrir SPAL í ítölsku deildinni í dag en Juventus hefði nægt jafntefli.

 

Allegri ákvað að hvíla mikið af lykilmönnum í dag fyrir seinni leikinn gegn Ajax á þriðjudaginn og því var t.d. enginn Ronaldo og enginn Pjanic.

 

Juventus náði forystunni í leiknum með marki frá Moise Kean á 30. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn SPAL mættu hinsvegar dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu að jafna metin strax á 49. mínútu með marki frá Kevin Bonifazi.

 

Áfram héldu þeir að sækja grimmt og kom annað markið á 74. mínútu en þar var á ferðinni Sergio Floccari. Fleiri mörk voru ekki skoruð og kom SPAL því í veg fyrir það að Juventus tryggði sér titilinn.

 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira