Fótbolti

Ótrúleg tölfræði Suarez sem missir nánast aldrei af leikjum vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez í leik með Barcelona.
Suarez í leik með Barcelona. vísir/getty
Luis Suarez er leikmaður sem spilar flest alla leiki hjá þeim liðum sem hann hefur verið hjá en vísindamaðurinn Simon Brundish vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni.

Suarez hefur verið á mála hjá Ajax, Liverpool og Barcelona á sínum ferli en hann hefur einungis misst af ellefu leikjum vegna meiðsla. Ellefu leikjum af 691! Það er rosaleg tölfræði eða rétt um eitt prósent.







Úrúgvæinn er einnig duglegur að skila mörkum og stoðsendingum hjá þeim liðum sem hann spilar en hann skilar marki eða stoðsendingu að meðaltali á hverjum 73 mínútum hjá Barcelona.

Sú tölfræði var 87 mínútur hjá Liverpool og hjá Ajax 75 mínútur. Í úrúgvæska landsliðinu eru það 99 mínútur að meðaltali sem líða á milli marks eða stoðsendingu hjá framherjanum magnaða.

Í samanburði við Suarez tók Simon fyrirliða enska landsliðsins og Tottenham. Hann hefur verið meiddur ellefu prósent af sínum meistaraflokksferli og skilað marki eða stoðsendingu að meðaltali á hverjum 102 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×