Fótbolti

Arnór spilaði allan leikinn í tapi CSKA

Dagur Lárusson skrifar
Arnór og félagar töpuðu í dag.
Arnór og félagar töpuðu í dag.
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA Moscow í rússnesku deildinni í dag þegar liðið tapaði gegn FC Orenburg.

 

Fyrir leikinn var CSKA í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi á eftir Krasnodar í öðru sætinu og einu stigi á undan Lokomotiv Moscow í fjórða sætinu.

 

Það voru Arnór og félagar sem náðu forystunni snemma leiks en það var Ivan Oblyakov sem skoraði markið á 14. mínútu.

 

Sú forysta dugði þó skammt til því aðeins fjórum mínútum seinna var Adesoye Oyevole búinn að jafna fyrir Orenburg. Á sex mínútna kafla eftir þetta mark átti svo heldur betur eftir að draga til tíðinda en á þeim tíma fékk leikmaður CSKA, Mario Fernandes, að líta tvö gul spjöld og þar með rautt og Orenburg náði forystunni með marki frá Aleksey Sutormin og staðan því 1-2.

 

Dramatíkin var þó ekki búin því áður en flautað var til hálfleiks var Abel Hernandez búinn að jafna fyrir CSKA. Magnaður fyrri hálfleikur.

 

Í seinn hálfleiknum náði Djordje Despotovic að koma Orenburg yfir á nýjan leik strax á 54. mínútu og litu fleiri mörk ekki dagsins ljós og sigur Orenburg því staðreynd.

 

Arnór spilaði allan leikinn á miðjunni hjá CSKA á meðan Hörður kom af varamannabekknum á 84. mínútu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×