Fótbolti

Albert kom af bekknum og skoraði tvö í svekkjandi tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar fyrra markinu.
Albert fagnar fyrra markinu. vísir/getty
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk er AZ Alkmaar tapaði 3-2 gegn ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Erik Falkenburg kom Den Haag  yfir á 32. mínútu og á annarri mínútu síðari hálfleiks var Falkenberg aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu gestanna frá Haag.

Albert kom af bekknum á 66. mínútu og þakkaði heldur betur traustið en hann hefur ekki verið mikið notaður að undanförnu.

Albert minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok og er fram var komið í uppbótartíma var KR-ingurinn uppaldi aftur á ferðinni er hann jafnaði metin.

Flestir héldu að leikurinn myndi enda með 2-2 jafntefli en Sharaldo Becker skoraði sigurmarkið rétt fyrir lokaflautið. Grátlegt 3-2 tap AZ en frábær innkoma Alberts.







AZ er í fjórða sæti deildarinnar með 52 stig og er áfram stigi á eftir Feyenoord sem er í þriðja sætinu. Den Haag er í ellefta sæti deildarinnar.

Elías Már Ómarsson var ónotaður varamaður og Mikael Anderson var skipt inná á 62. mínútu er Excelsior tapaði 6-2 fyrir Ajax. Ajax á toppnum en Excelsior í sautjánda sæti deildarinnar.

Böðvar Böðvarsson var í vinstri bakverðinum hjá Jagiellonia sem vann 2-0 útisigur á Lech Poznan í kvöld í pólsku úrvalsdeildinni. Jagiellonia er í sjötta sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×