Fótbolti

Hörður Björgvin sendir fyrrum samherja stuðningskveðjur: „Óásættanlegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Prince ræðir við stuðningsmenn Dijon.
Prince ræðir við stuðningsmenn Dijon. vísir/getty
Prince-Désir Gouano varð fyrir kynþáttaníði í leik Amiens og Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður CSKA Moskvu, var samherji Gouano hjá Juventus á sínum tíma og Hörður sendi honum kveðjur á Twitter fyrr í dag.







„Nei við rasisma. Ég styð minn fyrrum liðsfélaga Prince Gouano. Þetta er óásættanleg hegðun og þarf að breytast, hans viðbrögð sýna hans innri minn. Prince trúir því að allir menn séu góðir. Sýnið það!“

Þetta skrifaði Hörður á Twitter-síðu sína í dag og má taka undir orð Harðar en ekki hefur verið gefið út hvort Dijon verði sektaðir fyrir atvikið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×