Innlent

Berjast við sinueld á Mýrum

Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa
Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi og þyrlan á leið á svæðið.
Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi og þyrlan á leið á svæðið. Vísir/HAnna

Allt tiltækt slökkvilið á Vesturlandi berst nú við sinueld á Mýrum í Borgarfirði. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, mátti lítið vera að því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu vegna annríkis við slökkvistarf.



Hann sagði brunann talsverðan og búið væri að safna öllum slökkviliðsmönnum á svæðið sem hægt væri að ná í.



Mýrar eru láglent svæði í Borgarbyggð norðvestan við Borgarfjörð sem einkennist af vötnum, mýrum og grýttum hólum.



2006 komu upp miklir sinueldar, Mýraeldar, sem brenndu um 67 ferkílómetra lands í Hraunhreppi á Mýrum.



Uppfært 17:35:

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var send á vettvang með slökkvitunnu til þess að aðstoða við slökkvistarf en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hefur þyrlan nú verið afturkölluð þar sem ekki var talin þörf á frekari aðstoð.

Uppfært klukkan 17:39:

Slökkvilið virðist vera að ná tökum á eldinum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×