Íslenski boltinn

Stjarnan engin fyrirstaða fyrir Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét Lára er fyrirliði Vals.
Margrét Lára er fyrirliði Vals. vísir/bára

Valur lenti ekki í miklum vandræðum með Stjörnuna er liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars-kvenna á Origo-vellinum í dag.

Valur komst yfir strax á 28. mínútu og eftir tvær mínútur í síðari hálfleik var staðan orðinn 2-0 fyrir Valsstúlkum.

Þær bættu við marki á 51. mínútu og fjórða og síðasta mark leiksins kom sjö mínútum síðar. Lokatölur 4-0 sigur Vals.

Valur er því komið í úrslitaleikinn en mótherjinn í úrslitaeinvíginu verður annað hvort Þór/KA eða Breiðablik. Þau mætast í Boganum annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.