Vandræði Real halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Modric hissa í kvöld.
Modric hissa í kvöld. vísir/getty

Real Madrid er áfram þrettán stigum frá toppliði Barcelona eftir 1-1 jafntefli gegn Leganes í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leganes komst yfir skömmu fyrir leikhlé er Jonathan Silva og heimamenn voru 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks.

Karim Benzema hefur verið sjóðheitur að undanförnu og hann bjargaði stigi fyrir Real er hann jafnaði metin á 51. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-1.

Real er í þriðja sætinu með 61 stig. Atletico Madrid er í öðru sætinu með 65 en Börsungar eru á toppnum með 74.

Leganes siglir lygnan sjó en þeir eru í ellefta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.