Erlent

Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Mannfjöldi hefur safnast saman og syngur sálma í nágrenni Notre Dame
Mannfjöldi hefur safnast saman og syngur sálma í nágrenni Notre Dame Samsett/Getty
Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. Stór hluti þaks dómkirkjunnar brann eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem tekið skömmu frá þaki kirkjunnar.

Parísarbúar urðu einnig vitni að því þegar að kirkjuspíra Notre Dame varð eldinum að bráð og hrundi.

Atburðir kvöldsins hafa reynst íbúum erfiðir en hefur þó að einhverju leyti sameinað Parísarbúa. Fjöldi fólks safnaðist saman skömmu frá eyjunni Ile-de-la-Cite, hvar Notre Dame stendur og fór að kyrja sálma. Mannfjöldinn hefur nú sungið sálma langt fram á nótt og fylgist með brennandi dómkirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×