Innlent

Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Að minnsta kosti tvær ferðir Strætó falla niður í dag vegna veðurs.
Að minnsta kosti tvær ferðir Strætó falla niður í dag vegna veðurs. Vísir/vilhelm
Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.

Verðið hefur áhrif á eftirtaldar leiðir Strætó:

Leið 51: Reykjavík – Höfn í Hornafirði

Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði ekur aðeins að Hvolsvelli.

Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður.

Leið 57: Reykjavík - Akureyri

Ferðin kl. 16:20 frá Akureyri til Reykjavíkur fellur niður.

Ferðin kl. 17:30 frá Reykjavík til Akureyrar ekur aðeins að Bifröst ef veður leyfir.

Stjórnstöð Strætó fylgist grannt með veðurspá þegar líður á daginn. Farþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó eða inn á Twitter-síðu Strætó.




Tengdar fréttir

„Þetta er heiðarlegur stormur“

"Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×