Forseti ASÍ og formaður Eflingar þrýsta á stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 19:18 Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira