Forseti ASÍ og formaður Eflingar þrýsta á stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 19:18 Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira