Erlent

Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn gæta nú öryggis við Columbine-framhaldsskólann í Littleton í Colorado.
Lögreglumenn gæta nú öryggis við Columbine-framhaldsskólann í Littleton í Colorado. AP/David Zalubowski
Columbine-framhaldsskólinn er einn af rúmlega tuttugu opinberum skólum þar sem yfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa lýst yfir sérstökum viðbúnaði vegna þess sem þau segja „trúverðugrar ógnar“. Tuttugu ár verða liðin frá því að tveir nemendur við skólann frömdu fjöldamorð þar á laugardag.

Reuters-fréttastofan segir að skólastarf haldi áfram en að aðgangur að skólunum sé takmarkaður. Í Columbine hefur öllu starfi utan skólatíma verið aflýst í dag. Lögreglumenn gæta nú öryggis við skólana.

Alríkislögreglan FBI er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að Columbine-skólanum. AP-fréttastofan segir að hún sé sögð vopnuð og afar hættuleg.

Tveir nemendur skutu tólf skólafélaga sína og einn kennara til bana 20. apríl árið 1999. Þeir sviptu sig síðan lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×